1.12.2007 | 21:37
Kirkjan í kvíðakasti
Ég hef gaman af því hvað Biskupinn er stressaður yfir því hvað Menntamálaráðherra hefur tekið vel í gagnrýni Siðmenntar á trúboði í skólum. Það væri áhugavert upplitið á Karli og félögum ef Múhameðstrúarmenn fengju að hafa fræðslu um sitt trúarlíf í leikskólum og skólum landsins. Þá er ég hrædd um að heyrðist hljóð úr ýmsum hornum. Siðmennt stendur sig ákaflega vel þessa dagana og hafa komið af stað löngu tímabærri umræðu um trúfrelsi, kristniboð og trúarbragðakennslu. Við búum í fjölmennningarþjóðfélagi og verðum að sýna þeim virðingu sem ekki aðhyllast kristna trú. Að lokum vil ég leggja til algeran aðskilnað Ríkis og Kirkju.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Zdýna
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
stunum þarf fólk að hugsa pínu áður en það skrifar, og jú líka læra af öðrum, ég mæli með bókinni Íslamsistar og Naivistar áður en þú tjáir þig um Íslam í skólum. Nú svo er líka gott að átta sig á því að okkar ágæta fjölmenningar samfélag (erlendir ríkisborgara og ný-íslendingar)eru ekki með þessar kröfur heldur vantrú og siðmennt. Svo farðu varlega að henda svona upplýsingum fram fólk getur notað slíkt til að ala á áróðri gegn útlendingu Allar þessar upplýsingar liggja fyrir, ef fólk langar að vita fyrir "alvöru" hvað er í gangi.
Rut (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.